Um öryggi og persónuvernd á vefnum Ísland.is

Ísland.is.

 • Upplýsingar um notanda sem skráir sig inn í gegnum Innskráningu Ísland.is til að fara á „Mínar síður“, Samráðsgátt eða skila nýtingaryfirliti eru varðveittar í vefumsjónarkerfinu meðan notandi er að vinna með upplýsingar og skráningar.
 • Einungis er um að ræða upplýsingar sem fylgja með innskráningunni og er þeim eytt eftir sólarhring. Loggfærslum er eytt eftir 90 daga.

Notkun á vafrakökum

 • Svokallaðar vafrakökur* eru notaðar til að telja heimsóknir á vefinn Ísland.is.
 • Vafrakökur eru notaðar sparlega og með ábyrgum hætti. Notendur vefsins geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu.
 • Tímabundnar kökur halda utan um notandann meðan hann er inni á vefnum. Þær eyðast þegar vafra er lokað.
 • Google Analytics og SiteImprove eru notuð til vefmælinga á vefnum Ísland.is. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið, gerð vafra og stýrikerfi. Vafrakökur sem notaðar eru til vefmælinga hafa fyrirfram skilgreindan líftíma. Einnig getur notandinn eytt þeim sjálfur. Vefmælingar eru notaðar við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir. Engum frekari upplýsingum er safnað.
  • * „cookies“ - sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina.

SSL skilríki

 • Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari.
 • SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. kennitölur og lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Tenglar í aðra vefi

 • Á vefnum Ísland.is er vísað á vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Reglur um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans og er engin ábyrgð borin á efni eða áreiðanleika slíkra vefja. 

Fyrirvari

 • Upplýsingar á Ísland.is er viðhaldið með jöfnum hætti en geta í einhverjum tilvikum verið úreltar. Ekki er tekin ábyrgð á efni sem ekki hefur verið uppfært.