Pósthólf

Pósthólf á mínum síðum. Einstaklingar og lögaðilar eiga sitt rafræna pósthólf þar sem þeir hafa aðgang að skjölum frá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og eftir atvikum öðrum. Stofnunum og sveitarfélögum býðst að tengjast pósthólfi Ísland.is og birta þar skjöl og ná hagræðingu og miklum sparnaði með því að útrýma að mestu bréfasendingum.

Upplýsingar fyrir skjalaveitur sem vilja nýta pósthólfið

Form skjala

 • Mælt með því að skjöl séu á PDF formi.
 • Önnur form eru yfirleitt leyfð ef aðstæður krefjast..

Hlutverk

Ísland.is 

 • Rekur pósthólf á mínum síðum á Ísland.is
 • Tekur við skjalatilkynningum frá skjalaveitum
 • Nær í skjöl til skjalaveitna þegar kallað er eftir þeim 

Skjalaveita/stofnun 

 • Ber ábyrgð á sínum skjölum 
 • Tilkynnir skjöl til pósthólfsins á Ísland.is
 • Rekur vefþjónustu sem pósthólfið kallar í til þess að ná í skjöl eftir þörfum

Kostnaður 

 • Ísland.is kostar uppsetningu og rekstur á pósthólfinu á Ísland.is
 • Skjalaveita (stofnun) kostar uppsetningu og rekstur sín megin
 • Ekkert gjald er tekið fyrir notkun pósthólfsins.

Hnipp – ábending um ný skjöl í pósthólfi

 • Hnipp er þjónusta sem skjalaveitum stendur til boða til að láta viðtakendur vita með tölvupósti að nýtt skjal bíði þeirra í pósthólfi á Ísland.is. 
 • Viðtakendur geta tekið afstöðu til hnipps í stillingum efst í hægra horni á mínum síðum/pósthólfi. Hnippt er með tölvupósti, EF skjalaveita (sendandi) óskar OG viðtakandi hefur ekki afþakkað hnipp.

Tæknileg högun

 • Engin skjöl eru geymd á Ísland.is
 • Skjalaveitur (stofnanir) tilkynna skjöl til pósthólfs þar sem fram kemur meðal annars: Dagsetning, kennitala viðtakanda, kennitala sendanda, 80 stafa efnislína, krafa um styrk auðkenningar (Íslykill, styrktur Íslykill, rafræn skilríki)
 • Skjöl eru sótt til skjalaveitna (stofnana) eftir þörfum

Nánari upplýsingar má fá hjá