Stofna undirskriftalista

Stofna undirskriftalista

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga við gerð listans:

 • Umfangsefni listans snýst um málefni/atburði sem eru í umræðu hverju sinni.
 • Listinn er í samræmi við lög og reglur landsins og stjórnarskrá Íslands.
 • Framsetning má ekki vera ærumeiðandi og skal vera innan ramma almenns velsæmis

Áður en listi er stofnaður þarf að undirbúa eftirfarandi atriði:

 • Ábyrgðarmaður undirskriftalistans sér um að skrá atriðin hér fyrir neðan. Ábyrgðarmaður skráir sig inn með styrktum Íslykli eða rafrænu skilríki. Nafn ábyrgðarmanns fylgir listanum og þarf einnig að staðfesta uppgefið netfang. 
 • Heiti undirskriftalista á að vera stutt og augljóst, helst skal heiti ekki vera lengra en en 3-5 orð.
  Dæmi: „Gott veður í sumar!“.

 • Slagorð þarf að vera án íslenskra sérstafa. „GottVedur“.
 • Undir Tilgangur undirskriftalista skal setja lýsandi texta með markmiðum listans.

 • Undir Rökstuðningur má skrá skilaboð til Þjóðskrár Íslands sem fer yfir listann. Athugið að skilaboðin birtast ekki með listanum.

 • Skrá þarf upphafsdag listans og lokadag. Ekki er hægt að breyta dagsetningum eftir að listinn hefur verið settur í loftið.

 • Hakið við ef listinn verður líka á pappír. Þegar undirskriftasöfnun lýkur getur ábyrgðarmaður listans skilað inn excel-skjali (csv-skjali) með kennitölum og nöfnum þeirra sem skráðu sig á pappírslistann.

 • Óski ábyrgðarmaður eftir því verður skjalið lesið inn í undirskriftakerfi og borið saman við þýði sem ábyrgðarmaður hefur valið. Gjald fyrir þessa vinnu er innheimt samkvæmt gjaldskrá Þjóðskrár Íslands.

  • Ef um er að ræða lista samkvæmt reglugerð um almennar atkvæðagreiðslur eða borgarafundi samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Þjóðskrá Íslands að útbúa kjörskrárstofn í þeim tilgangi.

 • Birta má mynd með listanum sem styður markmið hans. Ef ekki er valin mynd þá birtist sjálfgefin mynd með.

 • Þýði: Ábyrgðarmaður getur valið þýði úr þjóðskrá og tiltekið aldursbil, kyn, hverfi innan sveitarfélaga og sveitarfélög. Ef ekkert er valið geta allir sem eru í þjóðskrá skráð sig.

  • Ef um er að ræða lista samkvæmt reglugerð um almennar atkvæðagreiðslur eða borgarafundi samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Þjóðskrá Íslands að útbúa kjörskrárstofn í þeim tilgangi.

 • Um undirskriftalista á grundvelli reglugerða.