Fara beint í efnið

Samkvæmt lögum á að brunatryggja öll hús og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins. Matið á að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekið hús eftir altjón þannig að það verði sambærilegt því sem það var áður.

Brunabótamat nær yfir efnisleg verðmæti eignar (til dæmis timbur, steypu, stál) og kostnað við byggingu, að frádregnum afskriftum vegna aldurs, slits og ástands. Brunabótamat húseigna afskrifast aldrei að fullu en á fyrstu 60 árum eignar afskrifast brunabótamatið að einhverju leyti. Gert er ráð fyrir að húsið hafi fengið eðlilegt viðhald. Auk þess er innifalinn kostnaður við að fjarlægja brunarústir. Innbú eða aðrir lausafjármunir eru ekki í brunabótamati.

Brunabótamat hefur ekki áhrif á fasteignamat fasteignagjöld íbúðarhúsa.

Brunabótamat er endurreiknað 1.júní ár hvert út frá frumþáttaverðum (verði á til dæmis steypu, stáli og timbri) og uppfærist þess á milli fyrsta hvers mánaðar með byggingavísitölu Hagstofunnar, grunnur 1987.

Fyrsta brunabótamat

Þegar eign er tekin í notkun, eða er skráð fullgerð, gefst eiganda kostur á að koma á framfæri ítarlegum upplýsingum um eignina með beiðni um fyrsta brunabótamat svo brunabótamatið endurspegli sem best efnislegt virði eignarinnar.

Endurmat brunabótamats

Ef þú tel­ur að brunabótamat­ið á eigninni þinni sé ekki rétt, til dæm­is vegna end­ur­bóta eða við­bygg­ing­ar frá því að eign­in var met­in síð­ast, get­ur þú sótt um endurmat á brunabótamati.