Fara beint í efnið

DRG - Framleiðslutengd fjármögnun heilbrigðisstofnana

Hvað er DRG?

DRG er hannað til þess að flokka sjúklinga eftir umfangi aðfanga sem að þjónustan krefst. Kerfið byggir á að áþekk heilbrigðisþjónusta myndi hópa með svipaðar sjúkdómsgreiningar og meðferðarþarfir sem bera viðlíka kostnað. Þessir hópar eru kallaðir DRG-flokkar. Flokkunin er byggð á upplýsingum úr sjúkraskrá, þ.e. sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og öðrum viðeigandi gögnum sem tengjast lýðfræðilegum þáttum sjúklinga.

DRG flokkunarkerfið er skilgreint sem annars stigs flokkunarkerfi (secondary classification system) þar sem það byggir á öðrum grunnflokkunarkerfum; flokkunarkerfi sjúkdómsgreininga ICD-10 og flokkunarkerfi aðgerða/meðferða NCSP-IS.

DRG kerfið samanstendur af rúmlega 870 flokkum. Flokkunarreglur kerfisins geta orðið æði flóknar, t.d. geta margar aukaverkanir/fylgikvillar einungis haft áhrif með sumum aðalsjúkdómsgreiningum en öðrum ekki. Samræming og nákvæmni í skráningu sjúkdóma og aðgerða á heilbrigðisstofnunum er því lykilatriði.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis