Fara beint í efnið

Flugnám, Einkaflugmaður (PPL)

Réttindi einkaflugmanna

Réttindi handhafa einkaflugmannsskírteinis eru að stjórna þeim tegundum loftfara sem hann hefur öðlast réttindi á án þess að taka greiðslu fyrir.

Til að mega flytja farþega þurfa flugmenn að hafa gilt heilbrigðisvottorð og hafa framkvæmt á síðustu 90 dögum, á viðkomandi loftfar:

  • þrjú flugtök

  • þrjár lendingar

Einkaflugmanni óheimilt með öllu að

  • auglýsa flug

  • gefa til kynna á einhvern hátt að hann bjóði uppá farþega-, útsýnis- eða verkflug gegn gjaldi.

Öll slík starfsemi er leyfisskyld.

Í einkaflugi er þó heimilt að skipta kostnaði við flugið enda fellur einn hluti kostnaðar á flugmanninn sjálfan. Slíka kostnaðarskiptingu þarf að vera hægt að sýna fram á við Samgöngustofu

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa