Fara beint í efnið

Öryggi og réttindi sjúklinga

Aðgengi að heilsugæslustöð

  • Hver einstaklingur á rétt á þjónustu heilsugæslu í sinni heimabyggð, að jafnaði á þeirri stöð sem er næst heimili hans.

  • Hægt er að leita til allra heilsugæslustöðva landsins (bóka tíma) eftir þörf og staðsetningu hverju sinni. Einnig eru margar heilsugæslustöðvar með síðdegismóttöku vegna bráðaeinkenna eða stuttra erinda sem ekki geta beðið. Almennt er bið eftir tímum á dagvinnutíma á öllum heilsugæslustöðvum.

Í 17. grein reglugerðar um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi, þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa segir segir:

  • Þrátt fyrir skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi skulu notendur heilbrigðisþjónustu eiga jafnan rétt á að leita til þeirrar heilsugæslustöðvar sem þeir kjósa.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis