Fara beint í efnið

Framleiðendur, atvinnurekendur og söluaðilar bera ábyrgð á að búnaður sem unnið er með sé öruggur.

Framleiðandi

Framleiðandi er sá sem framleiðir vél eða tæki eða setur vélahluta saman þannig að úr verður starfræn heild. Framleiðandinn ber ábyrgð á að:

  • búnaðurinn sé í samræmi við kröfur reglugerða,

  • sé öruggur þegar hann er í notkun,

  • fjarlægja hættur eða minnka þær eins og kostur er,

  • veita upplýsingar um notkun og upplýsa notendur um þær hættur sem geta verið samfara notkun,

  • skýra frá því hvaða þjálfun þurfi,

  • hvaða persónuhlífar þarf að nota þegar vélin/tækið er í notkun.

Framleiðandi skal jafnframt sjá til þess að vélarnar séu CE-merktar.

Atvinnurekandi

Atvinnurekanda ber að tryggja að vélar og tæki sem notuð eru:

  • hæfi verkinu sem á að framkvæma,

  • séu hönnuð fyrir örugga notkun,

  • séu búin nauðsynlegum hlífðarbúnaði þannig að starfsfólk sé varið gegn meiðslum.

Þá skal vinnuveitandi tryggja að starfsfólk fái þjálfun og upplýsingar um þær vélar og þau tæki sem notuð eru við vinnuna. Einnig skal vinnuveitandi ganga úr skugga um að vélar og tæki sem notuð eru séu í samræmi við kröfur og reglugerðir sem gilda um þær eða þau.

Innflutningsaðili eða söluaðili

Innflutnings- eða söluaðili er sá sem setur vélina eða tækið á markað. Þessum aðila ber að ganga úr skugga um að:

  • tæki séu hönnuð og framleidd í samræmi við lög og reglugerðir,

  • að gefin hafi verið út samræmisyfirlýsing fyrir vélina/tækið,

  • að henni fylgi leiðbeiningar um notkun og viðhald á íslensku

Sjá nánar um markaðseftirlit.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439