Húsnæðisbætur
Íbúar í leiguhúsnæði geta átt rétt á húsnæðisbótum hvort sem þeir leigja félagslegt húsnæði, eru á almennum markaði, námsgörðum, sambýli eða áfangaheimili.
Umsókn og reglur
- Sótt er um húsnæðisbætur á mínum síðum á husbot.is
- Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára, búsettur í íbúðarhúsnæðinu og eiga þar lögheimili.
- Umsækjandi á almennum leigumarkaði þarf að hafa þinglýstan leigusamning til a.m.k 3 mánaða.
- Þeir sem búa á námsgarði, sambýli, áfangaheimili eða í húsnæði í eigu ríkis eða sveitarfélags eru undanþegnir því að þinglýsa leigusamningi.
Átt þú rétt á húsnæðisbótum?
Reiknivél húsnæðisbóta
Sækja um húsnæðisbætur
Húsnæðisbætur
- Húsaleigusamningi er þinglýst hjá sýslumanni í því umdæmi sem leigða fasteignin er skráð.
- Bætur eru ekki greiddar vegna leigu á herbergi með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og snyrtingu, né íbúða í atvinnuhúsnæði. Undanþegnir frá skilyrðum um séraðgengi að eldhúsi og snyrtingu eru:
- Námsmenn sem leigja á stúdentagörðum eða á heimavist.
- Fatlað fólk sem leigir á sambýlum.
- Einstaklingar á áfangaheimilum.
- Húsnæðisbætur eru reiknaðar út frá leiguupphæð, fjölda heimilismanna, tekjum og eignum.
- Húsnæðisbætur eru skattfrjálsar en framtalsskyldar.
- Umsækjandi um húsnæðisbætur getur skotið afgreiðslu umsóknar til úrskurðarnefndar velferðarmála telji hann ekki rétt að málum staðið. Úrskurðarnefnd velferðarmála
Spurt og svarað um húsnæðisbætur á husbot.is
Sérstakur húsnæðisstuðningur
- Sveitarfélög eru skyldug til að veita sérstakan húsnæðisstuðning til þeirra sem búa við erfiðar fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður. Sækja þarf um stuðninginn hjá velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna. Húsnæðisbætur á vef félagsmálaráðuneytis
Vert að skoða
- Að leigja á áttavitanum.is
- Húsnæði námsmanna á island.is
- Hverfið mitt, hverfavefir Reykjavíkurborgar
- Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings
- Húsnæðismál á vef stjórnarráðsins