Fara beint í efnið

Tilkynna förgun á röntgentæki

Þegar tæki eða búnaður sem gefur frá sér jónandi geislun er endanlega tekin úr notkun skal tilkynna Geislavörnum ríkisins um förgunina.

Tilkynning

Til þess að fylla út tilkynningu þarft þú að hafa tiltækar upplýsingar um leyfishafa:

  • eiganda tækis

    • nafn og kennitala

  • heimilsfang

Upplýsingar um tæki:

  • tegund

  • árgerð

  • framleiðanda

  • staðsetningu tækis

  • GRE númer tækis (er t.d. í eftirlitsskýrslum frá Geislavörnum ríkisins)

Förgun röntgentækja

Þegar röntgentækjum er fargað þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga, til að tryggja að þau geti ekki valdið skaða og að förgun þeirra sé í samræmi við lög og reglugerðir:

  • Fara skal eftir leiðbeiningum framleiðanda tækisins, en þar eiga að koma fram upplýsingar um allar þær sérstöku varúðarráðstafanir og hættur sem samfara eru förgun tækisins. (sbr. reglugerð 892/2004 um lækningatæki, viðauka 1, grein 13.6.). Ef slíkar leiðbeiningar eru ekki til staðar, skal leiðbeiningum í næstu liðum fylgt.

  • Gera skal röntgentækið óvirk með því að aftengja/fjarlægja röntgenlampa tækisins og/eða með því að aftengja/fjarlægja raftengisnúrur þess.

  • Í röntgenlömpum, spennum og rafeindabúnaði geta verið málmar sem flokkast undir spilliefni og ber að farga tækinu í samræmi við það og í samráði við viðkomandi móttökuaðila. Efnamóttakan ehf og Fura ehf sjá um forvinnslu rafeindatækja vegna spilliefna.

  • Í spennum röntgentækja sem framleidd voru fyrir 1979 getur verið spilliefnið PCB (Polychlorinated Biphenyl). Upplýsingar um framleiðsluár ætti að vera á tækinu eða í gögnum frá framleiðanda. Þar sem mæling á PCB innihaldi eru kostnaðarsamar er mikilvægt að slíkar upplýsingar fylgi.

  • Í sumum röntgenlömpum tækja, sérstaklega þeim sem notuð eru í iðnaði, getur verið spilliefnið Berillium. Gera má ráð fyrir því að allir röntgenlampar verði meðhöndlaðir sem spilliefni af þeim sökum.

Röntgentækjum má farga eftir forvinnslu sem brotamálmi.

Við förgun röntgenlampa ber að varast að taka lampann í sundur og alls ekki að brjóta hann. Lampinn er lofttæmdur og því getur það valdið slysi ef hann brotnar.

Tæki sem geta framleitt röntgengeislun eru ekki geislavirk og eru því ekki hættuleg ef þau eru ekki tengd við rafmagn.

Þeir aðilar sem taka við tækjum til förgunar eru meðal annars:

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169